Hótel Örk logo.
Check In Date:
Nights:    Adults per room:

Hótel á Suðurlandi

Hótel Örk er fyrsta flokks hótel sem er vel staðsett í Hveragerði á Suðurlandi. Hveragerði er fallegur og rólegur bær sem skartar mjög fallegri náttúru bæði í bænum sem og í nágrenni hans.

Hótel Örk er mjög vel staðsett með tilliti til þess að ferðast út frá því. Það eru aðeins um 50 mínútna akstur í Bláa Lónið á nýlega opnuðum Suðurstrandavegi. Helstu náttúruperlur Suðurlands eru í þægilegri akstursfjarlægð. Aðeins um 40 mínútna akstur er á Geysi og 10 mínútum lengra að aka á Gullfoss. Þingvellir eru nálægt. Aðrar náttúruperlur Suðurlands eins og Þórsmörk, Seljalandsfoss og Skógarfoss eru í minna en einnar klukkustundar akstursfjarlægð.

Comments are closed.