Hótel Örk logo.
Check In Date:
Nights:    Adults per room:

Norðurljós

Tilboðin okkar

Norðurljósin eru náttúruleg ljós á himni sem verða til þegar hraðfleygar agnir frá sólinni rekast á atóm og sameindir í lofthjúpi jarðar, yfirleitt í um 100 km hæð samkvæmt Stjörnufræðivefnum.

Virkni norðurljósa eru alveg óháð veðráttu, ólíkt því sem margir halda.  Ástæða þess að við sjáum ekki norðurljós á sumrin er vegna birtunnar frá sólinni.  Almennt sjást norðurljósin best þegar heiðskírt er.  Nú er Veðurstofa Íslands einnig komin með norðurljósaspá sem má sjá á vef þeirra og með því að smella hérna.

Hægt er að sjá norðurljósin hvar sem er á Íslandi að því gefnu að norðurljósakraginn sé yfir landinu.  Besti tíminn til að skoða ljósin er á milli 21:00 og 02:00 en oft sjást þau fyrr og síðar en þetta.

Norðurljós sjást oft í, og í kringum, Hveragerði.  Ljósmengun í þéttbýli hefur alltaf einhver áhrif en ljósmengun í Hveragerði hefur lítil áhrif eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Stutt er einnig að fara á allar helstu „norðurljósaslóðir“ á Suðurlandi svo sem á Þingvelli og Hellisheiði.

Comments are closed.