Bóka hér!

Bóka hér!

booking(a)hotelork.is

Jólahlaðborð

Frábær kvöldstund!

Jólahátíðin er sá tími er við gleðjumst saman og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk. Jólahlaðborðið á hótel Örk hefur um árabil verið ómissandi hluti af jólaundirbúningnum.

Starfsfólk Hótel Arkar er ávallt reiðubúið til þess að aðstoða þig við að skipuleggja og undirbúa hvers kyns viðburði. Hvort sem um er að ræða fundi, ráðstefnur, fermingarveislur, brúðkaup, árshátíðir eða önnur einkasamkvæmi, þá gerum við allt til þess að tilefnið verði í senn ánægjulegt og eftirminnilegt.

Jólahlaðborðið á Hótel Örk verður á eftirtöldum dagsetningum fyrir jólin 2017
25. nóvember
2. desember
9. desember
16. desember

Líkt og fyrri ár verður tónlistarflutningur yfir borðhaldi og dansleikur eftir borðhald. Nánari upplýsingar um dagskrá verður birt síðar.

Verð:
Gisting með morgunverð og jólahlaðborð

Öll aðstaða hótelsins er innifalin fyrir gesti sundlaug, gufubað og heitir pottar.  Setustofa með poolborði, borðtennisborði og pílu.  Þráðlaust internet.

  • Í einbýli  kr. 20.800,-
  • Í tvíbýli kr. 32.300,- (16.150,- á mann)
  • Í Superior  kr. 38.300,- (19.150,- á mann)
Jólahlaðborð án gistingar
  • Kr. 8.900,- á mann

Matseðill

Forréttir

Humarsúpa ◦
Rússnenskt síldarsalat ◦ Krydd síld karrý-kókos með kapers og epli ◦ Marineruð síld
Grafinn lax með sinnepssósu ◦ Reyktur lax með piparrótarkremi ◦ Marineraðir sjávarréttir
Innbakað sveitapaté með bláberjahlaupi ◦ Villibráð með kryddjurtasalati og gráðostasósu
Hangikjöts „tartar“ með balsamic vinaigrette ◦ Fyllt egg með rækjum og kavíar
Andarconfit með truffluolíu og appelsínum

Aðalréttir

Hangikjöt með katöflum og uppstúf ◦ Kalkúnabringa með ávaxtafyllingu og rifsberjarjóma
Reykt skinka og jólasinnep ◦ Hægeldaður lambalærvöðvi með villisveppasósu ◦ Purusteik

Eftirréttir

Ris a’la mande með kirsuberjasósu ◦ Volg súkkulaðikaka með rjóma
Marengs með jarðaberjafyllingu ◦ Súkkulðimús með hindberjasósu
Créme brulée með kanill og vanillu ◦ Ostar ◦ Smákökur

Meðlæti

Waldorf salat ◦ Heimagert rauðkál ◦ Sykurbrúnaðar kartöflur ◦ Gratín kartöflur
Grænar baunir ◦ Laufabrauð ◦ Hverabakað rúgbrauð ◦ Heimagert brauð


(+354) 483 4700

|