booking(a)hotelork.is

Um okkur

Saga hótel Arkar hófst þegar fyrst skóflustungan var tekin í september 1985 og níu mánuðum síðar var hótelið opnað með pompi og prakt. Árið 2016 urðu ákveðin kaflaskil í sögu hótel Arkar þegar ráðist var í að endurgera móttöku og veitingastaðinn HVER varð til þar sem áður var veitingastaðurinn Árgerði.

Í maí 2018 opnuðum við nýja álmu með 78 glæsilegum hönnuðum herbergjum þar sem áherslan var lögð á nútímalega hönnun ásamt öllum helstu þægindum sem hótelgestir þurfa. Nýju herbergin eru allt frá tveggja manna herbergjum að svítum. Superior herbergin eru rúmgóð og björt með glugga sem ná alveg niður til gólfs og hámarka þannig birtuna auk þess sem gestir geta notið enn betur útsýnisins. Með nýbyggingunni eru samtals 157 herbergi á hótel Örk og eftir stækkun er hótel Örk eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar.

Hótelið hentar sérstaklega vel fjölskyldufólki og auk alls þess sem Hveragerði og nágrenni hefur upp á að bjóða geta hótelgestir notið þeirrar aðstöðu sem er á hótelinu.
Auk almennar gistingar tekur hótelið á móti hópum af öllum stærðum og gerðum og býður viðeigandi þjónustu á sviði veitinga. Gestir hafa aðgang að útisundlaug, heitum pottum, gufubaði, golfvelli og afþreyingarherbergi. Á hótelinu er að auki sjö fundarsalir af öllum stærðum og gerðum sem taka allt frá 10 til 300 manns í sæti. Hótel Örk er aðeins um 44 km frá Reykjavík og er því tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja komast burt úr ys og þys borgarinnar og slappa af, án þess að þurfa að ferðast langar leiðir.

Við vonum að þú njótir dvalarinnar hjá okkur.

Tölvupóstur: booking@hotelork.is
Sími: +354 483 4700
Tölvupósti er svarað innan 24 klst á virkum dögum.

(+354) 483 4700

|