booking(a)hotelork.is

Jólahlaðborð 2018

Jólahlaðborð á hótel Örk er án efa ómissandi hluti af jólaundirbúningnum.

Jólahátíðin er sá tími er við gleðjumst saman og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk. Jólahlaðborðið á hótel Örk hefur um árabil verið ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Á hlaðborðum okkar finnur þú allar þær hátíðarkræsingar sem eru ómissandi yfir jólahátíðina. Njóttu kvöldsins með samstarfsfólki, vinahópi eða fjölskyldu í hlýlegu umhverfi.

 

Jólahlaðborðið á hótel Örk verður á eftirtöldum dagsetningum fyrir jólin 2018:

 24. nóvember
30. nóvember
1. desember
7. desember
8. desember
15. desember

Salurinn opnar kl 19:00 og borðhald byrjar kl 19:00. Vönduð skemmtidagskrá að hætti Ingvars Jónssonar sem mun skemmta gestum yfir borðhaldi til kl 22:00. DJ mun svo taka við til kl 02.

Jólahlaðborð án gistingar:

10.500 kr.

Jólahlaðborð með gistingu og morgunverði:

Öll aðstaða hótelsins er innifalin fyrir gesti.
Einbýli  kr. 31.500,-
Tvíbýli kr. 35.990,- (17.995,- á mann)
Superior einbýli kr. 35.500 ,-
Superior tvíbýli: 41.500,- (20.750,- á mann)
Junior svíta: 50.500,-
Svíta: 69.900,-

Gestir fá aðgang að sundlaug og og heitum pottum og gufubaði. Fullkomin leið til að slaka á fyrir ánægjulegt og notalegt kvöld.

Matseðill 

Forréttir

Rússnenskt síldarsalat • Krydd síld karrý-kókos með kapers og epli • Marineruð síld
Grafinn lax með sinnepssósu • Reyktur lax með piparrótarkremi • Marineraðir sjávarréttir
Innbakað sveitapaté með bláberjahlaupi • Villibráð með kryddjurtasalati og gráðostasósu
Hangikjöts „tartar“ með balsamic vinaigrette • Fyllt egg með rækjum og kavíar
Andarconfit með truffluolíu og appelsínum

Aðalréttir

Hangikjöt með kartöflum og uppstúf • Kalkúnabringa með ávaxtafyllingu og rifsberjarjóma
Reykt skinka og jólasinnep • Hægeldaður lambalærvöðvi með villisveppasósu • Purusteik

Eftirréttir

Ris a’la mande með kirsuberjasósu • Volg súkkulaðikaka með rjóma
Marengs með jarðaberjafyllingu • Súkkulaðimús með hindberjasósu
Créme brulée með kanil og vanillu • Ostar • Smákökur

Meðlæti

Waldorf salat • Heimagert rauðkál • Sykurbrúnaðar kartöflur • Gratín kartöflur
Grænar baunir • Laufabrauð • Hverabakað rúgbrauð • Heimagert brauð

Hlökkum til að heyra frá ykkur sem fyrst!

Fyrir bókanir: hafið samband í síma 483-4700 og eða á netfangið booking@hotelork.is

 

 


(+354) 483 4700

|