fbpx
booking(a)hotelork.is

Jólahlaðborð 2021

Jólahátíðin er sá tími er við gleðjumst saman og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk.

Vegna samkomutakmarkana þurfum við að gera örlitlar breytingar á jólahlaðborðunum í ár, frá því sem áður var ákveðið.  Útbúin verða 50 mann svæði þar sem verða minni útgáfur af jólahlaðborði. Við hvetjum svo auðvitað gesti okkar að huga vel að persónulegum sóttvörnum.

Bjössi Greifi sér um veislustjórn yfir borðhaldi en hann er einn af stofnendum Greifanna frá Húsavík og hefur verið alla tíð í þeirri hljómsveit. Þá er hann höfundur fjölmargra laga Greifanna sem hafa vermt toppsæti vinsældarlista.
Bjössi Greifi hefur komið fram sem trúbador síðan 1992 og sem veislustjóri síðustu 10 ár.

Njóttu kvöldsins með samstarfsfólki, vinahópi eða fjölskyldu í hlýlegu umhverfi og leiktu við bragðlaukana með góðum jólamat í aðdraganda jólanna.

.
Jólahlaðborðið er í boði á eftirfarandi dögum:

26. nóvember
27. nóvember
4. desember
10. desember
11. desember

Verð:

11.900 kr á mann fyrir jólahlaðborðið
Jólahlaðborð ásamt gistingu og morgunmat í standard herbergi 20.350 kr á mann í tvíbýli
Jólahlaðborð ásamt gistingu og morgunmat í superior herbergi 23.350 kr á mann í tvíbýli
Jólahlaðborð ásamt gistingu og morgunmat í junior svítu 33.350 kr á mann í einbýli/tvíbýli

∼ Matseðill ∼

Forréttir

Rússneskt Síldarsalat ◦  Kryddsíld karrý – kókos me kapers og epli ◦ Marineruð síld ◦ Reyktur lax með sinepsssósu ◦
Marineraðir sjávarréttir ◦ Innbakað sveitapaté með bláberjahlaupi ◦ Hangikjöts „tartar“ með balsamic vinaigrette ◦
Fyllt egg með rækjum og kavíar ◦ Andarconfit með truffluolíu og appelsínum ◦ Villibráð með kryddjurtasalati og gráðostasósu

Aðalréttir

Hangikjöt með kartöflum og uppstúf ◦ Kalkúnabringa með ávaxtafyllingu og rifsberjarjóma ◦
Reykt skinka og jólasinnep ◦ Purusteik ◦
Hægeldaður lambalærisvöðvi með villisveppasósu

Meðlæti:  Waldorf salat ◦ Heimagert rauðkál ◦ Sykurbrúnaðar kartöflur ◦ Gratín kartöflur ◦
Grænar baunir ◦ Laufabrauð ◦ Hverabakað rúgbrauð ◦ Heimagert brauð

Eftirréttir

 Ris a´la mande með kirstuberjasósu ◦ Volg súkkulaðikaka með rjóma ◦ Marengs með jarðaberjafyllingu ◦
Súkkulaðimús með hindberjasósu ◦ Créme brulée með kanil og vanilla ◦ Úrval af ostum og smákökum

Smellið hérna til að bóka fyrir einstaklinga.
Fyrir nánari upplýsingar og hópabókanir sendið fyrirspurn á bokun@hotelork.is


(+354) 483 4700

|

Tourist TV