fbpx
booking(a)hotelork.is

Útisvæði

Mikið er af afþreyingu á hótelinu og má þar nefna glæsilegan fyrsta flokks veitingastað, bar, golfvöll, útisundlaug,  heitir pottar, gufubað, borðtennisborð ásamt poolborði. Sundlaugin er opin gestum og er staðsett á lóðinni fyrir framan hótelið. Njóttu þess að slaka á og endurnæra þig í sundlauginni og heitu pottunum.

Vatnsrennibraut er lokuð um óákveðin tima.

Í sundlauginni er hitastigið í kringum 29 – 31°
Í heitu pottunum er hitastigið 38 – 40°og 40 – 42°

Gufubaðið er sameiginlegt fyrir karla og konur.

Einnig er fjölbreytt afþreying í boði í nágrenni hótelsins fyrir alla aldurshópa, eins og t.d.:
Golfvöllinn í Gufudal sem er einn vinsælasti golfvöllur landsins, sundlaugina í Laugaskarði sem var um langa hríð langstærsta sundlaug landsins ásamt Listasafni Árnesinga.

(+354) 483 4700

|

Tourist TV