booking(a)hotelork.is

Superior herbergi

Superior herbergin eru staðsett á öllum hæðum og eru að meðaltali um 27 fermetrar að stærð. Herbergin eru öll einstaklega rúmgóð og fallega innréttuð.

Aðbúnaður
 • Free WiFi
 • Tea and Coffee
 • Phone
 • TV
 • Shower
 • Cooler
 • Double bed
 • Hairdryer
 • Seating area
 • Desk
 • Office chair
 • Sleepingsofa
 • Iron and table
 • Cloths hanger

Í herbergjunum má meðal annars finna tvöfalt rúm, 42″ flatskjá, fatahengi, vinnuborð, stóla, frítt WiFi, öryggishólf ásamt setusvæði við gluggann með sófa sem hægt er að breyta í svefnsófa. Glugginn er stór og nær alveg til gólfs og því eru herbergin björt og með góðu útsýni.

Í öllum Superior herbergjum má finna vinsælu Evesham 1000 pokagorma dýnuna frá Hypnos sem framleiðir þægilegustu rúm í heimi. Fyrirtækið hefur framleitt hágæða rúm í yfir 100 ár og eru dýnurnar frá þeim einungis unnar úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum. Til gamans má segja frá því að Hypnos er með Royal Warrant og sér bresku konungsfjölskyldunni fyrir rúmum. Evesham dýnan er 5* dýna og hefur þann eiginleika að veita framúrskarandi stuðning sem tryggir góðan nætursvefn.

Baðherbergin eru rúmgóð með sturtu og hárþurrku. Hægt er að óska eftir auka rúmi fyrir 5.500 isk. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði.

Superior herbergin eru skreytt með ljósmyndir eftir Ingimar Þórhallsson listamann og ljósmyndara frá University of the Arts London. Myndirnar eru af hverasvæðum sem hentar sérstaklega vel við umhverfi hótel Arkar.


(+354) 483 4700

|