fbpx
booking(a)hotelork.is

Superior herbergi

Okkar glæsilegu Superior herbergi eru um 27 m2 að stærð og eru öll herbergin smekklega innréttuð.

Aðbúnaður
 • Frítt WiFi
 • Te og kaffi
 • Sími
 • Sjónvarp
 • Sturta
 • Kæliskápur
 • Hjónarúm
 • Hárþurrka
 • Setukrókur
 • Skrifborð
 • Skrifborðsstóll
 • Svefnsófi
 • Straujarn og strauborð
 • Fatahengi

Superior herbergin okkar eru mjög rúmgóð og vel innréttuð sem tryggja eftirminnilega og ánægjulega dvöld. Herbergin eru staðsett á öllum hæðum hótelsins.

Innritun hefst eftir kl 15:00
Útritun er fyrir kl 11:00

Herbergisaðstaða:

í herberginu má finna eitt stórt hjónarúm eða tvö einstaklingsrúm, 45″ flatskjár með úrval erlendra sjónvarpsstöðva, fataskáp, ísskáp, vinnuborð og stóla, te- kaffi aðstöðu, útsýni, setusvæði við glugga með sófa sem hægt er að breyta í svefnsófa, öryggishólf, síma og þráðlaust net.

Á baðherberginu þínu:

Baðherberbergi með sturtu, hárþurrku, ókeypis snyrtivörum og handklæðum.

Í öllum superior herbergjum má finna vinsælu Evesham 1000 pokagorma dýnuna frá Hypnos sem framleiðir þægilegustu rúm í heimi. Fyrirtækið hefur framleitt hágæða rúm í yfir 100 ár og eru dýnurnar frá þeim einungis unnar úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum. Til gamans má segja frá því að Hypnos er með Royal Warrant og sér bresku konungsfjölskyldunni fyrir rúmum. Evesham dýnan er 5* dýna og hefur þann eiginleika að veita framúrskarandi stuðning sem tryggir góðan nætursvefn.

Superior herbergin á 1. hæð eru með hjólastólaaðgengi.  Morgunverðarhlaðborð er alltaf innifalið í verði.

Í herbergjunum er svefnsófi en hægt er að nota hann sem aukarúm fyrir 5.500 kr aukagjaldi.  Stærðin á honum er 130 x 170 sm og hentar því vel fyrir tvö börn eða einn fullorðinn.

 


(+354) 483 4700

|

Tourist TV