Hvað er hægt að skoða í Hveragerði?
Í Hveragerði er margt að sjá og nóg að gera. Mannlífið er fjölskrúðugt og umhverfið er einkum fallegt.
Afþreying á hótelinu
Á hótel Örk er góð aðstaða sem er án aukagjalds fyrir gesti hótelsins. Leikherbergi Leikherbergið er staðsett á fyrstu hæð hótelsins en þar má finna pool borð, borðtennisborð, fótboltaborð og þythokkí. Sundlaugarsvæðið Sundlaugin er útisundlaug með tveim heitum pottum og gufu. Þar er einnig lítil rennibraut fyrir yngstu kynslóðina. Hitastigið í lauginni er í kringum […]
Lava Centre
Lava Centre, Eldfjalla- og jarðaskjálftamiðstöð Íslands er fjölbreytt afþreyingar- og upplifunarmiðstöð helguð þeim náttúruöflum sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 miljónum árum síðan og eru enn að. Í fjórum sýningarsölum er unnt að kynna sér þessa ólíku en skyldu þætti íslenskrar náttúru. Til viðbótar eru þrír stuttir gangar á milli salanna með sérstæðri […]
Hverasvæðið
Hverasvæðið í Hveragerði: hveragarðurinn er staðsettur miðsvæðis í Hveragerði og er ein af merkilegri náttúruperlum Suðurlands. Á staðnum er móttaka fyrir ferðamenn í skála þar sem gestir geta aflað sér margvíslegra upplýsinga um tilvist jarðhitans, tengsl við örverufræði, jarðfræði, sprungur og eldvirkni. Auk þess má fræðast um nýtingu jarðhitans í gegnum tíðina og kynna sér […]
Laugaskarð
Laugaskarð: ein af perlum Hveragerðis er sundlaugin í Laugaskarði en hún var jafnframt um langa hríð sú stærsta hér á landi. Sundlaugin er 50m gegnumrennislaug sem er hituð upp með jarðgufu og því er vatnið talið mjög heilsusamlegt. Á staðnum er einnig náttúrulegt gufubað, grunn setlaug og heitur pottur. Verið velkomin í Laugaskarð og njótið […]
Gönguleiðir
Í Hveragerði er marg að sjá og nóg að gera. Umhverfið er einkum fallegt og í næsta nágrenni, hægt er að velja sér fjölbreyttar gönguleiðir af mismunandi lengd. Til dæmis er hægt að skoða Hamarinn, litrík hverasvæðin eða jafnvel baða sig í náttúrulegum heitum læk í Reykjadalnum. Ein vinsælasta gönguleiðin er í Reykjadal og liggur […]
Listasafn Árnesinga
Listasafn Árnesinga er sameiginlegt listasafn 8 sveitarfélaga. Þar eru settar upp bæði innlendar og erlendar sýningar sem endurspegla menningararfleið okkar og mótun hennar í dag. Á staðnum er bjartur setkrókur þar sem gestir geta tyllt sér í rólegu umhverfi og kynnt sér margvísleg upplýsingarit um myndlist. Auk þess er notaleg kaffitería og leiksvæði fyrir börn. […]
Golfklúbbur Hveragerðis
Golfklúbbur Hveragerðis er við golfvöllinn í Gufudal. Völlurinn er einn skemmtilegasti og vinsælasti golfvöllur landsins enda skartar hann stórbrotnu landslagi og náttúrfyrirbærum sem gera hann einstakan. Gufudalsvöllur hefur notið nosturslegrar umhirðu sem hefur skilað sér í ástandi sem jafnast á við það besta á Íslandi.