fbpx
booking(a)hotelork.is

Afþreying á hótelinu

Á hótel Örk er góð aðstaða sem er án aukagjalds fyrir gesti hótelsins.

Leikherbergi
Leikherbergið er staðsett á fyrstu hæð hótelsins en þar má finna pool borð, borðtennisborð, fótboltaborð og þythokkí.

Sundlaugarsvæðið
Sundlaugin er útisundlaug með tveim heitum pottum og gufu.  Þar er einnig lítil rennibraut fyrir yngstu kynslóðina.  Hitastigið í lauginni er í kringum 29 – 31°C. Við laugina eru tveir heitir pottar sem eru frá 38°C – 42°C. Þar er einnig gufubað.

Á mánudögum er sundlaug lokuð vegna vikulegra þrifa en pottar eru opnir. Við áskiljum okkur jafnframt rétt til að loka sundlaugasvæði eða hluta af sundlaugasvæði vegna almennra þrifa og viðhalds eftir þörfum hverju sinni án sértakrar tilkynningar.

Rennibrautin er lokuð um óákveðin tíma og vegna framkvæmda við hótelið verða heitu pottarnir lokaðir til loka mars 2023.

Gufubað
Gufubaðið er staðsett við sundlaugina og er það sameiginlegt fyrir karla og konur.  Gufubaðið er hitað með jarðhita og því gæti verið þar jarðhitalykt.

Golfvöllurinn
Í kringum hótelið er lítill æfingargolfvöllur sem eðli málsins samkvæmt er eingöngu opinn yfir sumartímann.  Einnig er stutt að fara á Gufudalsvöll.

HVER Restaurant
Á 2 hæð hótelsins er svo HVER Restaurant og bar þar sem gómsætir réttir og svalandi drykkir fást.

Móttakan
Á 2 hæð hótelsins er móttakan sem er opin 24 /7.  Þar er einnig hægt að bóka skoðunarferðir, kaupa sælgæti og eitthvað matarkyns og drykki.  Þá er einnig til sölu þar minjagripir.


(+354) 483 4700

|

Tourist TV