booking(a)hotelork.is

Svíta

Á efstu hæð eru tvær stórglæsilegar svítur sem eru um 55 fermetrar. Þær henta sérstaklega vel fyrir brúðhjón eða aðra sem vilja gera vel við sig.

Aðbúnaður
 • Frítt WiFi
 • Te og kaffi
 • Sími
 • Sjónvarp
 • Sturta
 • Kæliskápur
 • Tvö rúm
 • Fataskápur
 • Hárþurrka
 • Setukrókur
 • Skrifborð
 • Skrifborðsstóll
 • Svalir
 • Þakgluggi
 • Straujarn og strauborð
 • Fatahengi

Í svítunni eru m.a. tvö salerni, sturta, baðkar, fataherbergi, frítt WiFi, öryggishólf, hornsvalir, aðalrými og svefnherbergi. Útsýnið er til norðurs og vesturs í annarri svítunni eða suðurs og vesturs í hinni svítunni. Í herbergjunum eru að auki tveir þakgluggar og er annar þeirra staðsettur beint fyrir ofan rúmið til að njóta stjörnubjartra nótta eða norðurljósa.

Í aðalrýminu er stór flatskjár, sófi, vinnuborð og barborð. Í svefnherberginu er stórt hjónarúm, þaðan er innangengt inná stærra baðherbergið þar sem er sturta ásamt glæsilegu frístandandi baðkari. Þaðan er svo gengið áfram inní fataherbergið sem er á milli baðherbergjanna. Í svítunum eru nýjar Hypnos Evesham 1000 pokagroma dýnur sem eru einungis úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum. Þær uppfylla íslenska og enska eldvarnarstaðla og eru að auki með Royal Warrant.

Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði.

 


(+354) 483 4700

|