fbpx
booking(a)hotelork.is

Svíta

Svíturnar eru fallega innréttaðar og bjóða upp öll þau þægindi sem ætlast er til að séu inn á herbergjum. Þær henta sérstaklega vel fyrir brúðhjón eða aðra sem vilja gera vel við sig.

Aðbúnaður
 • Frítt WiFi
 • Te og kaffi
 • Sími
 • Sjónvarp
 • Sturta
 • Kæliskápur
 • Eitt rúm
 • Fataskápur
 • Hárþurrka
 • Setukrókur
 • Skrifborð
 • Skrifborðsstóll
 • Svalir
 • Þakgluggi
 • Straujarn og strauborð
 • Fatahengi

Svíturnar á hótel Örk eru tvær og eru að meðaltali um 55m2 að stærð og eru fyrir þá sem vilja dvelja á hótelinu með stæl. Í svítunum er aðalrými og svefnherbergi.

Innritun hefst eftir kl 15:00
Útritun er fyrir kl 11:00

Herbergisaðstaða:

Stórt hjónarúm, hornsvalir, tveir flatskjáir, barborð, fataherbergi, sími, inniskór, ísskápur, öryggishólf og frítt þráðlaust net.

Baðherbergin:

Tvö baðherbergi með baði og eða sturtu, ókeypis snyrtivörur, hárþurrka og handklæði.

Í svítunni eru m.a. tvö salerni, sturta, baðkar, fataherbergi, frítt WiFi, öryggishólf, hornsvalir, aðalrými og svefnherbergi. Útsýnið er til norðurs og vesturs í annarri svítunni eða suðurs og vesturs í hinni svítunni. Í herbergjunum eru að auki tveir þakgluggar og er annar þeirra staðsettur beint fyrir ofan rúmið til að njóta stjörnubjartra nótta eða norðurljósa.

Í aðalrýminu er 58″ flatskjár, sófi, vinnuborð og barborð. Í svefnherberginu er stórt hjónarúm og 42″ flatskjár, þaðan er innangengt inná stærra baðherbergið þar sem er sturta ásamt glæsilegu frístandandi baðkari. Þaðan er svo gengið áfram inní fataherbergið sem er á milli baðherbergjanna.

Í svítunum má svo finna vinsælu Evesham 1000 pokagorma dýnuna frá Hypnos sem framleiðir þægilegustu rúm í heimi. Fyrirtækið hefur framleitt hágæða rúm í yfir 100 ár og eru dýnurnar frá þeim einungis unnar úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum. Til gamans má segja frá því að Hypnos er með Royal Warrant og sér bresku konungsfjölskyldunni fyrir rúmum. Evesham dýnan er 5* dýna og hefur þann eiginleika að veita framúrskarandi stuðning sem tryggir góðan nætursvefn.

Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði.

 


(+354) 483 4700

|

Tourist TV