fbpx
booking(a)hotelork.is

Hveragerði

Verið velkomin í Hveragerði! Í Hveragerði er margt markvert að sjá og gera.

Fjölmargir möguleikar til skoðunarferða um nágrennið. Margar gönguleiðir eru í og við bæinn og má þar nefna Reykjadal sem er ein fallegasta gönguleiðin á svæðinu. Gönguleiðin liggur að heitum læk á Hengilsvæðinu þar sem ferðamenn geta farið ofan í og notið í litríku umhverfi, þar sem um er að ræða virkt jarðhitasvæði. Gönguleiðin er merkt ásamt fleirum sem eru í mismunandi vegalengdum en sú stysta að læknum er um 3 km.

Í miðbæ Hveragerðis er svo lystigarðurinn en þar er notalegt að snæða nesti, fara í fótabað í ylvolgri ánni og dást að Reykjafossi. Sé gengið yfir göngubrúna í lystigarðinum og upp brekkuna handan árinnar er komið að sundlauginni Laugaskarði þar sem einkar ánægjulegt er að ljúka deginum í sjóðheitum pottunum eða heilsusamlegu gufubaðinu áður en haldið er til baka á hótelið til að njóta kvöldverðar.

Hótel Örk er í nálægð við margar af helstu náttúruperlum Íslands og því er kjörið að hafa náttstað á hótel Örk og upplifa íslenska náttúru í sínu besta formi.

 

(+354) 483 4700

|

Tourist TV