Listasafn Árnesinga
Listasafn Árnesinga er sameiginlegt listasafn 8 sveitarfélaga. Þar eru settar upp bæði innlendar og erlendar sýningar sem endurspegla menningararfleið okkar og mótun hennar í dag. Á staðnum er bjartur setkrókur þar sem gestir geta tyllt sér í rólegu umhverfi og kynnt sér margvísleg upplýsingarit um myndlist. Auk þess er notaleg kaffitería og leiksvæði fyrir börn.
Opnunartími:
12:00 – 18:00
Sumar: alla daga 1. maí – 30. september
Vetur: fim – sun 1. okt – 30. apríl