Golfklúbbur Hveragerðis

Golfklúbbur Hveragerðis er við golfvöllinn í Gufudal. Völlurinn er einn skemmtilegasti og vinsælasti golfvöllur landsins enda skartar hann stórbrotnu landslagi og náttúrfyrirbærum sem gera hann einstakan. Gufudalsvöllur hefur notið nosturslegrar umhirðu sem hefur skilað sér í ástandi sem jafnast á við það besta á Íslandi.