Laugaskarð
Laugaskarð: ein af perlum Hveragerðis er sundlaugin í Laugaskarði en hún var jafnframt um langa hríð sú stærsta hér á landi. Sundlaugin er 50m gegnumrennislaug sem er hituð upp með jarðgufu og því er vatnið talið mjög heilsusamlegt. Á staðnum er einnig náttúrulegt gufubað, grunn setlaug og heitur pottur. Verið velkomin í Laugaskarð og njótið einstakrar upplifunar í skjólsælu og fallegu umhverfi.
Sundlaugin Laugaskarð er opin virka daga milli kl. 07:00 – 20:30
Laugardaga og sunnudaga er opið milli kl. 10 og 19.