fbpx
booking(a)hotelork.is

Junior svítur

Á hótel Örk má finna rúmgóðar og glæsilega innréttaðar junior svítur. Þær eru 37 m2 að stærð og skarta flottu útsýni og svölum eða palli.

Aðbúnaður
  • Frítt WiFi
  • Te og kaffi
  • Sími
  • Sjónvarp
  • Sturta
  • Kæliskápur
  • Eitt rúm
  • Fataskápur
  • Hárþurrka
  • Setukrókur
  • Skrifborð
  • Skrifborðsstóll
  • Svefnsófi
  • Svalir
  • Fatahengi

Herbergin eru stór og þægileg og íslensk náttúra kemur vel fram í allri hönnun og innréttingu. Junior svíturnar eru staðsettar á öllum hæðum hótelsins og eru með aðalrými og svo svefnherbergi innaf því.

Innritun hefst eftir kl 15:00
Útritun er fyrir kl 11:00

Herbergisaðstaða:

Stórt hjónarúm, tveir flatskjáir, sófi, vinnuborð og stóll, öryggisskápur, borð og stólar, te- og kaffikanna, sími, ísskápur og frítt þráðlaust net.

Á baðherberginu þínu:

Baðherbergi með sturtu, hárþurrka, ókeypis snyrtivörur og handklæði.

Í svefnherberginu er eitt stórt hjónarúm og 32″ flatskjár. Í aðalrýminu er sófi sem hægt er að breyta í svefnsófa, 42″ flatskjár, borð og stólar ásamt vinnuborði. Í Junior svítum á 2., 3., og 4. hæð eru svalir en útgengt á pall á 1. hæð. Baðherbergin eru rúmgóð með sturtu og hárþurrkum.

Í öllum Junior herbergjum má finna vinsælu Evesham 1000 pokagorma dýnuna frá Hypnos sem framleiðir þægilegustu rúm í heimi. Fyrirtækið hefur framleitt hágæða rúm í yfir 100 ár og eru dýnurnar frá þeim einungis unnar úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum. Til gamans má segja frá því að Hypnos er með Royal Warrant og sér bresku konungsfjölskyldunni fyrir rúmum. Evesham dýnan er 5* dýna og hefur þann eiginleika að veita framúrskarandi stuðning sem tryggir góðan nætursvefn.

Í herbergjunum er svefnsófi en hægt er að nota hann sem aukarúm fyrir 5.500 kr aukagjaldi.  Stærðin á honum er 130 x 170 sm og hentar því vel fyrir tvö börn eða einn fullorðinn.

Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði.


(+354) 483 4700

|

Tourist TV