Út að borða fyrir börnin á HVER Restaurant

Fjáröflunarverkefni Barnaheilla dagana 15. febrúar – 15. mars
Út að borða fyrir börnin er fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða sem styðja vern barna gegn ofbeldi. HVER Restaurant er stoltur þátttakandi í átakinu Út að borða fyrir börnin og mun hluti af verði á réttum af barnamatseðli renna til verndar barna í gegnum mannréttindasamtök barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi.
Átakið er nú farið af stað og stendur til 15. mars. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vef Barnaheilla.
Sjáumst á HVER og takk fyrir stuðninginn.
