Jólahlaðborð 2025
Jólahátíðin er sá tími er við gleðjumst saman og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk.
Njóttu kvöldsins með samstarfsfólki, vinahópi eða fjölskyldu í hlýlegu umhverfi og leiktu við bragðlaukana með góðum jólamat í aðdraganda jólanna.
Jólahlaðborðið hefst kl 19:00 með Bjössa greifa sem tekur á móti gestum með ljúfum tónum og skemmtidagskrá yfir borðhaldi. DJ tekur svo við af veislustjóra þegar borðhaldi lýkur og spilar vel valdar tónlistarperlur samtímans.
.
Jólahlaðborðið er í boði á eftirfarandi dögum:
21. nóvember
22. nóvember (uppselt í gistingu)
28. nóvember
29. nóvember
5. desember
6. desember
12. desember
13. desember
Verð:
16.900 kr á mann fyrir jólahlaðborðið
Jólahlaðborð ásamt gistingu og morgunmat í standard herbergi 27.795 kr á mann í tvíbýli
Jólahlaðborð ásamt gistingu og morgunmat í superior herbergi 31.957 kr á mann í tvíbýli
Jólahlaðborð ásamt gistingu og morgunmat í junior svítu 36.343 kr á mann í tvíbýli
∼ Matseðill ∼
Forréttir
Rússneskt Síldarsalat ◦ Kryddsíld karrý – kókos me kapers og epli ◦ Marineruð síld ◦ Reyktur lax með sinepsssósu ◦ Grafinn lax með sinnepssósu
Marineraðir sjávarréttir ◦ Innbakað sveitapaté með bláberjahlaupi ◦ Hangikjöts „tartar“ með balsamic vinaigrette ◦
Fyllt egg með rækjum og kavíar ◦ Andarconfit með truffluolíu og appelsínum ◦ Villibráð með kryddjurtasalati og gráðostasósu
Aðalréttir
Hangikjöt með kartöflum og uppstúf ◦ Kalkúnabringa með ávaxtafyllingu og rifsberjarjóma ◦
Reykt skinka og jólasinnep ◦ Purusteik ◦
Hægeldaður lambalærisvöðvi með villisveppasósu
Meðlæti: Waldorf salat ◦ Heimagert rauðkál ◦ Sykurbrúnaðar kartöflur ◦ Gratín kartöflur ◦
Grænar baunir ◦ Laufabrauð ◦ Hverabakað rúgbrauð ◦ Heimagert brauð
Eftirréttir
Ris a´la mande með kirstuberjasósu ◦ Volg súkkulaðikaka með rjóma ◦ Marengs með jarðaberjafyllingu ◦
Súkkulaðimús með hindberjasósu ◦ Créme brulée með kanil og vanilla ◦ Úrval af ostum og smákökum
Fyrir nánari upplýsingar og hópabókanir sendið fyrirspurn á bokun@hotelork.is