Skötuveisla – nýjung

Bryddað verður uppá þeirri nýjung að bjóða uppá skötuveislu á Þorláksmessu. Skötuveislan verður í boði frá kl 11:00- 14:00 og eru borðapantanir gerðar á netfanginu bokun@hotelork.is eða í síma 483 4700.
Í boði verður
- Skata með mörfeiti / hnoðmör
- Soðnar rófur og kartöflur
- Soðinn saltfiskur
- Rúgbrauð og smjör
- Ris a la mande með kirsuberjasósu
- Smákökur og kaffi eða te
Verðið er aðeins 5.900 kr á mann.