Hótel Örk logo.
Check In Date:
Nights:    Adults per room:

Fundir & ráðstefnur

Starfsfólk Hótel Arkar er ávallt reiðubúið til þess að aðstoða þig við að skipuleggja og undirbúa hvers kyns viðburði. Hvort sem um er að ræða fundi, ráðstefnur, fermingarveislur, brúðkaup, árshátíðir eða önnur einkasamkvæmi, þá gerum við allt til þess að tilefnið verði í senn ánægjulegt og eftirminnilegt.

Aðalgerði er stærsti salur hótelsins og hentar hann vel til árshátíða, annarra veisla eða stærri funda.

Glæsigerði er á þriðju hæð hótelsins. Salurinn er bjartur og er mest nýttur í veisluhald.

Stjörnugerði er á þriðju hæð hótelsins. Þessi salur er mjög vinsæll fyrir veislur og minni móttökur en hentar auðvitað einnig fyrir fundi sé þess óskað.

Þinggerði er á fyrstu hæð. Salurinn er vel búinn og hentar sérstaklega vel fyrir hvers konar fundi.

Stjórnargerði er á fyrstu hæð hótelsins. Salurinn er bjartur og hentar vel fyrir hvers konar viðburði.

Ráðgerði er á fyrstu hæð hótelsins. Salurinn hentar vel fyrir stjórnarfundi eða minni fundi og kynningar.

Sáttargerði er á fyrstu hæð hótelsins. Salurinn hentar vel fyrir stjórnarfundi eða minni fundi og kynningar.

Comments are closed.