Blóm í bæ og 17. júní
Hæ hó og jibbíjei! Það er að koma 17. júní! Ekki missa af einstökum viðburði í Blómabænum helgina 14. – 17. júní:
Helgina 14. – 17. júní 2019 verður Garðyrkju– og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í áttunda sinn. Garðar verða til sýnis, markaðir, sögugöngur, tónlistaratriði og margt, margt fleira.
Sýningin er fjölskyldumiðuð og er þema sýningarinnar í ár „Græna byltingin“. Fólk á öllum aldri ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.
Allar frekari upplýsingar um sýninguna má nálgast á heimasíðunni blomibae.is
Gleðilegan þjóðhátíðardag!
Þann 17. júní höldum við svo þjóðhátíðardag okkar hátíðlegan og stofnun lýðveldisins verður minnst með fjölbreyttri dagskrá allan daginn!
Mynd: Simon Schmitt on Unsplash