fbpx
booking(a)hotelork.is

Stafrænn þjónn

Gestaþjónusta á nýju stigi!

Við erum mjög spennt að deila því með ykkur að við erum búin að bæta við spjaldtölvum inn öll herbergi hótelsins sem eiga að mæta þörfum gesta okkar.

Tilgangurinn

Spjaldtölvan þjónar gestum okkar á margvíslegan máta þar er m.a. hægt að finna nýjustu upplýsingar um hótelið okkar, nærliggjandi svæði, bóka borð á HVER veitingastað, upplýsingum um viðbótarþjónustu og aðra eiginleika eins og leiki, samfélagsmiðla, seinni útskráningu og margt fleira.

Umhverfisstefna

Hjálpaðu okkur að varðveita náttúruauðlindir Íslands. Markmið hótel Arkar er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum, með því að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki. Þeir gestir sem hyggjast á að dvelja í fleiri en eina nótt hjá okkur hafa möguleikann á því að afþakka þrif í gegnum spjaldtölvuna og þ.a.l. hjálpað okkur að lágmarka umhverfisáhrif.

Með tilkomu spjaldtölvunnar erum við ekki bara að mæta væntingum gesta heldur að reyna að fara fram úr þeim. 

  


(+354) 483 4700

|

Tourist TV