Þjónusta og skilmálar
Almennar upplýsingar
Innritun & Útritun
Innskráning: frá kl. 15:00. Útritun: fram til kl. 11:00.
Afbókun
Afpöntunar- og fyrirframgreiðsluskilmálar eru breytilegir eftir herbergistegund. Afbókun einstaklings verður að hafa borist skriflega innan 24 tímum fyrir komutíma. Ef afbókað er með styttri fyrirvara þarf að greiða fyrir eina gistinótt. Sama gildir um no show. Vinsamlegast hafið samband við hótelið til að fá ítarlegri upplýsingar.
Upplýsingar um morgunverð
Grænmetis, vegan, glútenlaus, hlaðborð.
Gæludýr
Gæludýr eru ekki leyfð á hótelinu.
Greiðslukort
Visa, Maestro, JSB, Euro/Mastercard, Discover Card Diners Club og American Express. Hótel Örk áskilur sér þann rétt til að taka frá upphæð tímabundið af greiðslukortinu þínu fyrir komu.
Öryggismál
Markmiðið Hótel Arkar er að leggja áherslu á áreiðanleika og öryggi með ábyrgum rekstri. Öryggisstefna fyrirtækisins er mótuð út frá lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustu og öryggi starfsmanna og öryggishandbók fyrir gististaði, veitingastaði og skemmtistaði sem gefin er út af SAF.
Börn og aukarúm
Öll börn yngri en 2 ára dvelja án greiðslu í barnarúmi. Eitt barn 3 – 5 ára dvelur án greiðslu þegar notuð eru rúm sem eru til staðar. Fyrir öll börn er innheimt aukagjald fyrir nótt í aukarúmi. Gjaldið fer eftir gjaldskrá hótelsins hverju sinni.
Óskilamunur finnst í herbergi eða á almennu rými
Hótel Örk geymir óskilamuni í 3 mánuði. Vinsamlegast hafið samband við hótelið.
Mikill farangur
Ertu með mikinn farangur? Ekkert mál, við aðstoðum þig við að bera upp farangurinn gegn smá aukagjaldi.
Öryggiseftirlit
Öryggismyndavélaupptaka er í gangi á almennum rýmum hótelsins, sundlaugarsvæði, afgreiðslustöðvum, vörumóttöku og í eldhúsi. Upptökur eru vistaðar 6 vikur aftur í tímann. Tilgangur öryggismyndavéla er almenn öryggis- og eignavarsla.
Þjófnaður
Allur þjófnaður er kærður til lögreglu.
Herbergjauppfærsla
Við getum boðið upp á herbergjauppfærslu gegn smá aukagjaldi svo lengi sem við eigum laus herbergi.
Umhverfisstefna
Hjálpaðu okkur að varðveita nárrúruauðlindir Íslands. Við erum umhverfisvænt hótel og stuðlum ávallt að því að okkar „kolefnisfótspor“ séu minnst. Með ykkar hjálp getum við gert enn betur. Markmið Hótel Arkar er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum, með því að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki. Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í allri starfsemi hótelsins.
Stillingar á vafrakökum:
Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.
Notkun á vafrakökum
Vafrakökur (e. Cookies) eru litlar textaskrár sem vistast í tölvu notandans. Þær eru notaðar til þess að bera kennsl á notendur og til að greina heimsóknir á vefsíðuna okkar.
Notkun á vafrakökum gerir okkur kleift að fylgjast með hvernig notendur nota síðuna og hvernig við getum aðlagað vefinn betur að þörfum þeirra. Við hverja komu inn á vefinn er skráður tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vefsíðu er komið, tegund vafra og stýrikerfi. Hótel Örk notar gögn sem safnað er með t.d. Google Analytics til þess að bæta þjónustu okkar. Vafrakökur innihalda sjaldnast eða aldrei einhverjar persónuupplýsingar um notendur.
Sumar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsvæða og koma m.a. í veg fyrir árasir tölvuþrjóta. Tímabundnar vafrakökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma en aðrar vafrakökur hafa lengri gildistíma.
Notendur geta stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Athuga skal að ef lokað er á allar kökur, mun það að öllum líkindum hafa áhrif á virkni síðunnar.
Markhópagreining
Vafrakökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingar um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi uppýsingar.
Meðferð á hótel Arkar persónuupplýsingum
Þær persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Viltu spyrja einhvers um vefkökur og persónuupplýsingar? Hafðu þá samband við okkur í gegnum booking@hotelork.is eða sent okkur fyrirspurn hér.