Hverasvæðið

Hverasvæðið í Hveragerði: hveragarðurinn er staðsettur miðsvæðis í Hveragerði og er ein af merkilegri náttúruperlum Suðurlands. Á staðnum er móttaka fyrir ferðamenn í skála þar sem gestir geta aflað sér margvíslegra upplýsinga um tilvist jarðhitans, tengsl við örverufræði, jarðfræði, sprungur og eldvirkni. Auk þess má fræðast um nýtingu jarðhitans í gegnum tíðina og kynna sér skemmtilegar sögur um hverasvæðið í Hveragerði. Gestir geta soðið egg í bullandi heitum hver eða prófað fótabað mátulegri náttúrulaug eða leirbaði. Á staðnum er lítið gróðurhús þar sem vaxa hitabeltisplöntur eins og bananar, þar sem gestir geta gengið um og skoðað. Aðgangseyrir er inn á svæðið.