Sundlaugarsvæðið

Sundlaugin er eingöngu opin fyrir gesti hótelsins og er hún opin milli 07:00 – 22:00 daglega.
Sundlaugin er útisundlaug með tveim heitum pottum og gufu. Þar er einnig lítil rennibraut fyrir yngstu kynslóðina. Hitastigið í lauginni er í kringum 29 – 31°C. Við laugina eru tveir heitir pottar sem eru frá 38– 42°C. Þar er einnig gufubað.
Á mánudögum er sundlaug lokuð vegna vikulegra þrifa en pottar eru opnir. Við áskiljum okkur jafnframt rétt til að loka sundlaugasvæði eða hluta af sundlaugasvæði vegna almennra þrifa og viðhalds eftir þörfum hverju sinni án sértakrar tilkynningar.
Rennibrautin er lokuð um óákveðin tíma. Vegna viðhalds vinnu er sundlaugin lokuð til 16. júní en heitu pottarnir verða áfram opnir.