booking(a)hotelork.is

Hagnýtar upplýsingar

Hér fyrir neðan er hægt að lesa hagnýtar upplýsingar.

 • HVER Restaurant

  Kíktu við í ljúffengan mat á HVER Restaurant í Hveragerði. Vandaður og fjölbreyttur matseðill í hlýlegu umhverfi.  Borðapantanir í móttöku.

  Opnunartími:

  Sunnudaga til fimmtudaga:  16:00 – 22:00.  Eldhúsið lokar kl 21:00
  Föstudaga og laugardaga:  11:30 – 23:00.  Eldhúsið lokar kl 22:00

  Gleðistund á HVER bar er á milli kl 16:00 – 18:00 alla daga.

 • Bílastæði og þráðlaust net

  Á hótel Örk er boðið upp á frítt bílastæði fyrir gesti í kringum hótelið. Frítt þráðlaust net er í boði á herbergjunum og á öllum almenningssvæðunum.

 • Morgunmatur

  Amerískur morgunmatur er innifalinn í gistingu á hótel Örk og er borinn fram á milli 07:00 – 10:00 alla morgna á þriðju hæð. Á morgunverðarhlaðborðinu má finna úrval af brauði, beikoni, eggjum baunum, kjötáleggi, sultum, ostum, ávöxtum, morgunkorni o.fl.

   

 • Innritun

  Innritun er eftir kl 15:00. Ef óskað er eftir innritun fyrir kl 15, vinsamlega hafið samband við starfsfólkið í móttökunni. Ef gestir vilja ekki vera ónáðaðir eru þeir beðnir um að nota „ónáðið ekki“ spjaldið á hurðina.

   

 • Útskráning

  Á brottfarardegi þarf að rýma herbergið fyrir kl. 11:00. Ef óskað er eftir seinni útskráningu, vinsamlegast hafið samband við starfsfólkið í móttökunni.

 • Reykingar

  Reykingar og rafrettur eru stranglega bannaðar og eru ekki leyfðar við inngang hótelsins, sundlaugarsvæðið, nálægt herbergjagluggum, í herbergjunum og innandyra. 30.000 kr. sekt er við reykingum.

 • Móttakan og aðstaðan

  Móttakan er opin alla daga, til þess að hringja í gestamóttökuna veljið nr 9. Gestir hafa aðgang að útisundlaug með rennibraut, heitum pottum, gufubaði, golfvelli og afþreyingarherbergi.

 • Sjónvarp og útvarp

  Á hótel Örk er margt hægt að sjá og heyra.

  Sjónvarpsstöðvar: RÚV, ST2, SPORT, Sjónvarp Símans, Sky News, BBC One Lon, BBC Two Eng, 9241, Channel 4, Channel 5, ITV, ITV2, ITV4, France Eng, kabel eins, ProSieben, SAT.1, FreeSports.

  Útvarpsstöðvar: Rás 1, Rás 2, Bylgjan, Léttbylgjan, Rondo.

   

 • Verðmæti

  Við getum ekki tekið ábyrgð á fjármunum eða öðrum verðmætum sem geymd eru í herbergjum. Í gestamóttöku er öryggishólf þar sem þú getur fengið að geyma öll verðmæti.

(+354) 483 4700

|

Tourist TV