fbpx
booking(a)hotelork.is

Stærri og betri hótel Örk

Unnið er að því að byggja viðbyggingu við hótel Örk sem verður opnuð í maí 2018. Í þessari viðbyggingu verða 78 glæsileg herbergi.

Herbergin

Nýju herbergin verða í þremur flokkum, Superior, Junior svítur og svítur.

Superior herbergi

Superior herbergin verða staðsett á öllum hæðum og verða 68 talsins. Herbergin eru stór og þægileg, eða rétt um 27 fermetra. Þar verða tvöfalt rúm, vinnuborð og stóll. Setusvæði verður svo við gluggann. Glugginn er stór og nær alveg til gólfs og því verða herbergin björt og með góðu útsýni.

Baðherbergin verða með sturtu og þar verða einnig hárþurrkur.

Junior Svítur

Junior svíturnar eru einnig staðsettar á öllum hæðum og verða 8 talsins. Þær eru um 35 fermetra og eru með aðalrými og svo svefnherbergi innaf því. Í aðalrýminu verður sófi sem hægt er að breyta í svefnsófa, flatskjár og vinnuborð.  Í Junior svítum á 2., 3., og 4. hæð verða svalir en útgengt á pall á 1. hæð.  Í svefnherberginu verður tvöfalt rúm og annar flatskjár.

Baðherbergin eru rúmgóð með sturtu og hárþurrkum.

Svítur

Á efstu hæð verða tvær stórglæsilegar svítur sem eru um 54 fermetrar. Þær henta sérstaklega vel fyrir brúðhjón eða aðra sem vilja gera vel við sig. Í herbergjunum eru tveir þakgluggar og er annar þeirra staðsettur beint fyrir ofan rúmið til að njóta stjörnubjartra nótta eða norðurljósa. Í svítunni eru tvö baðherbergi, sturta, baðkar, fataherbergi, aðalrými og svo svefnherbergi. Þá eru þar hornsvalir og útsýnið frábært, hvort sem það er til norðurs eða suðurs.

Í aðalrýminu verður stór flatskjár, sófi, vinnuborð og barborð. Í svefnherberginu verður svo stórt hjónarúm, þaðan er innangengt inná stærra baðherbergið þar sem er sturta ásamt glæsilegu frístandandi baðkari. Þaðan er svo gengið áfram inní fataherbergið sem er á milli baðherbergjanna.

Öll hönnun verður glæsileg og verður leitast við að hafa allan aðbúnað bestan.


(+354) 483 4700

|

Tourist TV